EN

12. september 2007

Vel heppnaður Sinfóníudagur

Hátt í sex hundruð manns sóttu hljómsveitina heim á laugardaginn var (8.9.) þegar Sinfóníudagurinn var haldinn. Gestir gengu milli hljóðfærahópa sem dreifðu sér um húsið og léku fjölbreytta tónlist, áður en hljómsveitin öll og áhorfendur söfnuðust saman í salnum og hlýddu á stutta tónleika. Dregið var í happdrætti og tvö heppin börn unnu tónsprotakort fyrir tvo. Trúðurinn Barbara stýrði dagskránni á sinn kostulega hátt, beindi fólki milli hópa, kynnti tónlistaratriðin og dró í happdrættinu. Tónsprotagestir geta farið að hlakka til, en Barbara verður kynnir Tónsprotans í vetur.