EN

19. september 2007

Brassbotninn startar Kristalnum

Fyrstu tónleikar Kristalsins, kammertónleikaraðar Sinfóníuhljómsveitarinnar, verða í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn og hefjast kl. 17. Þar munu básúnu- og túbuleikarar leika listir sínar og spila bæði verk sem samin eru fyrir þessa óvenjulegu og spennandi hljóðfæraskipan og alþekkta tónlist sem útsett er fyrir þennan dýpri enda málmblástursdeildarinnar. Brössurunum til halds og trausts verður síðan einn slagverksleikari. Meðal verka sem verða flutt má nefna tokkötu og fúgu eftir Bach, kafla úr sjöundu sinfóníu Bruckner, Yesterday eftir þá Lennon og McCartney og Queen-smellinn Bohemian Rhapsody. Hægt er að kaupa miða á tónleikana með því að smella á Miðasala hér að ofan.