EN

9. október 2007

Schubert í Kristalnum

Laugardaginn 13. október munu hljóðfæraleikarar úr SÍ leika Oktett D. 803 eftir Franz Schubert á öðrum Kristalstónleikum vetrarins. Schubert samdi oktettinn vorið 1824 og er hann eitt af hans glæsilegustu kammerverkum. Áhrif Beethovens á Schubert eru augljós í verkinu, en í því er einnig að finna hinar guðdómlegu lagrænu hendingar sem einkenna tónlist Schuberts. Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Hávarður Tryggvason, Rúnar Óskarsson, Brjánn Ingason og Þorkell Jóelsson. Tónleikarnir fara fram í Þjóðmenningarhúsinu og hefjast kl. 17.