EN

24. október 2007

Sígildar perlur

Fimmtudagskvöldið 25. október gefst tækifæri til að heyra Sinfóníuhljómsveitina leika fjölbreytta tónlist sem hefur hlotið þau örlög að vera eiginlega of vinsæl til að vera spiluð! Tónleikarnir eru í grænu tónleikaröðinni og kallast "Sígildar perlur". Þar verða mörg af þekktustu perlum tónbókmenntanna úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum tónlistarsögunnar. Nefna má Rondo Alla Turca eftir Mozart, Finlandia eftir Sibelius og forleik Rossinis að óperunni Rakarinn frá Sevilla. Hljómsveitarstjóri er hinn finnski Esa Häkkilä og einleikarinn er rísandi stjarna úr breskum tónlistarheimi, trompetleikarinn Alison Balsom, sem hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir leik sinn.