EN

30. október 2007

Forsmekkur að Þýskalandsför

Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið gefst íslenskum tónlistarunnendum tækifæri til að hlýða á efnisskrá þá sem Sinfóníuhljómsveitin mun flytja á tónleikaferð sinni til Þýskalands í næstu viku. Íslensk tónlist er vitaskuld áberandi og fjölbreytnin í fyrirrúmi, allt frá grallaralegu rappverki Atla Heimis, Icerapp 2000, til hins magnþrungna Sellókonserts Jóns Nordal með viðkomu í Geysi, stórbrotinni náttúrulýsingu Jóns Leifs. Auk íslensku verkanna verður leikin Aladdín-svíta Danans Carls Nielsens, en hún byggir á tónlist sem hann samdi við leikrit byggðu á hinu sígilda arabíska ævintýri, og Bolero eftir Ravel. Sem sagt. Sérlega fjölbreytt og litrík efnisskrá á fimmtudaginn. Stjórnandi er Rumon Gamba og einleikari í sellókonsert Jóns Nordal er Bryndís Halla Gylfadóttir