EN

7. nóvember 2007

Leikið í Berlín og München

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur þátt í tónlistarhátíðinni Europa Musicale að þessu sinni. Hljómsveitin mun koma fram á tvennum tónleikum í Þýskalandi og flytja norræna tónlist, en hátíðin er það þessu sinni helguð tónlist frá Norður-Evrópu. Á efnisskránni eru Icerapp 2000 eftir Atla Heimi Sveinsson, Geysir eftir Jón Leifs, sellókonsert eftir Jón Nordal og Aladdin-svíta Carls Nielsens. Hljómsveitarstjóri í ferðinni er Rumon Gamba og Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik í sellókonserti Jóns Nordals. Fyrri tónleikarnir verða í Berlín á föstudagskvöldið í Großer Sendésaal, Mazurenalle 8-14 og hefjast kl. 20. Þeir síðari verða síðan á laugardagskvöld í München, í Philharmonie am Gasteig, Rosemheimer straße 5. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar.