EN

12. nóvember 2007

Uppselt á Kiri og Garðar!

Miðar á Lífið kallar - styrktartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group seldust upp á rúmum klukkutíma, en sala hófst klukkan 12 á hádegi í dag. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes og mun söluandvirði miðanna renna til BUGL, Barna- og unglingageðdeildar Landsspítala- Háskólasjúkrahúss og fjármagna verkefnið Lífið kallar Verkefnið gengur út á stuðning við bráðaþjónustu BUGL og miðar að því að styrkja börn og unglinga á aldrinum 12-18 ára sem hafa orðið fyrir áfalli og í kjölfarið misstlífslöngunina, til að móta nýja lífssögu, sögu um lífið sem kallar. Inntak verkefnisins er fjölskyldan, tengsl og lífsgleðin sem verndandi öryggisnet.Lífið kallar! er nú ársgamalt og árangurinn framar vonum. FL Group hefur frá árinu 2006 verið aðalstyrktaraðili verkefnisins, og er jafnframt aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar.