EN

14. nóvember 2007

Meistaraverk unglingsins

Á næstu tónleikum í kammertónleikaröðinni Kristalnum gefst tækifæri til að heyra eitt af meistaraverkum strengjatónbókmenntanna, Strengjaoktett Mendelssohns. Þessi frábæra tónsmíð verður enn magnaðri ef haft er í huga að tónskáldið var aðeins sextán ára gamall þegar hann samdi verkið, sem bæði er nýstárlegt og þrungið andagift að efni og úrvinnslu. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Guðný Guðmundsdóttir, Sif Tulinius, fiðla, Andrzej Kleina, Greta Guðnadóttir, Helga Þórarinsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson. Tónleikarnir verða eins og áður í sal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og hefjast kl. 17. Salurinn þykir hafa einstaklega fagran hljómburð og andrúmsloftið er einstakt og eykur enn á upplifunina. Þú getur keypt miða á tónleikana með því að smella á miðasöluhnappinn hér að ofan til hægri. Einnig er hægt að hringja í síma 545 2500 eða kaupa miða við innganginn.