5. desember 2007
Vinsælir viðburðir framundan
Eins og sjá má hér hægra megin á síðunni er uppselt á næstu tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Eins og kunnugt er seldust miðar á Styrktartónleika FL Group og hljómsveitarinnar strax daginn sem sala hófst. Nú hafa jólatónleikarnir bæst í þann hóp. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar eftir áramót eru síðan sjálfir Vínartónleikarnir, sem að þessu sinni verða fjórir talsins. Enn er hægt að fá miða á alla tónleikana, en gera má ráð fyrir að þar fækki lausum sætum hratt. Það er því ekki eftir neinu að bíða fyrir fjölmarga aðdáendur hinnar sprellfjörugu og litríku Vínartónlistar, söngkonunnar Auðar Gunnarsdóttur og hljómsveitarstjórans Ernst Kovacic, sem mundar líka fiðluna á tónleikunum, þar sem léttleikinn ræður ríkjum. Smellið hér til að kaupa miða, eða hringið í síma 545 2500.