EN

5. desember 2007

Dame Kiri komin til landsins

Einhver dáðasta söngkona heimsins, Dame Kiri te Kanawa er komin til landsins og undirbúningur Styrktartónleika FL Group og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í algleymingi. Óhætt er að lofa þeim heppnu sem náðu að tryggja sér miða ógleymanlegri kvöldstund með stórstjörnunni frá Nýja Sjálandi að ógleymdum okkar manni, Garðari Thór Cortes. Á efnisskránni verða aríur og dúettar úr mörgum dáðustu óperum tónlistarsögunnar, La Traviata og Rigoletto eftir Verdi og Turandot og La Bohéme eftir Puccini, en einnig munu gestir heyra brot úr verkum eftir Massenet, Britten, Glinka, Cilea, Andrew Lloyd Webber, svo nokkrir séu nefndir. Löngu er uppselt á tónleikana. Hér getur þú lesið efnisskránna, og þar er líka að finna krækjur á frekari upplýsingar um stjörnurnar og upptökur sem við mælum með.