EN

18. desember 2007

Ekki missa af Vínartónleikunum

Hinn árvissi gleðigjafi í upphafi árs, Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verða 3., 4. og 5. janúar. Efnisskráin er hefðbundin, eins og aðdáendur og hinir fjölmörgu fastagestir tónleikanna gera ráð fyrir. Vínarvalsar og önnur lífsgleðitónlist af léttara taginu frá Vínarborg og nágrenni, óperettuaríur og fleira tónlistarkonfekt sömu ættar. Straussfeðgar fá sitt pláss, óperettutónskáldin Lehár og Kálman líka og fleiri koma við sögu. Einsöngvari á tónleikunum er Auður Gunnarsdóttir og stjórnandi og fiðluleikari er Erns Kovacic. Það er ekki eftir neina að bíða með að tryggja sér miða, farðu inn á miðasöluna eða hringdu í 545 2500. Og kannski þekkirðu einhvern sem þú vilt gleðja á nýju ári. Þá er gjafakort á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar kjörið, sem jóla- eða tækifærisgjöf.