EN

11. janúar 2008

Mahler-söngvar og Guðný sextug

Á tónleikum hljómsveitarinnar fimmtudaginn 17. janúar kennir ýmissa grasa. Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Rannveig Fríða Bragadóttir, syngur hina mögnuðu Rückert-söngva Gustavs Mahlers, sem spanna ótal blæbrigði og túlka stórbrotinn textann á eftirminnilegan hátt. Þá fagnar hljómsveitin sextugsafmæli Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara og sjötugsafmæli Þorkels Sigurbjörnssonar síðar á árinu með verki sem Þorkell nefnir Ljósboga og hann samdi í tilefni af fimmtugsafmæli Guðnýjar. Verkið er skrifað fyrir fiðlukór og ber skýr höfundareinkenni Þorkels, glettni og frjóa úrvinnslu á efniviðnum. Tónleikunum lýkur síðan á Íslandsfrumflutningi á frábærri 5. sinfóníu Ralph Vaughan-Williams, sem var einn mesti sinfóníusmiður Breta á 20. öldinni. Rumon Gamba heldur um tónsprotann á þessum forvitnilegu tónleikum. Smelltu þér á miða hér