EN

22. janúar 2008

Tónleikakynning 31. janúar

Tónleikakynningar, eða "Súpufundir" Vinafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar, eru skemmtileg ábót á tónleikaupplifunina. Næsti súpufundur verður á undan tónleikunum 31. janúar næstkomandi, þar sem rússneska fiðludísin Natasha Korsakova mundar bogann í fiðlukonsert Brahms. Auk konsertsins verður flutt magnþrungin sinfónía númer tvö eftir Rakmaninoff og leiftrandi konsertforleikur eftir brasilíska tónskáldið Carmargo Guarnieri. Hljómsveitarstjórinn er landi þess síðastnefnda og heitir John Neschling. Á súpufundinum, sem verður að vanda á Hótel Sögu og hefst kl. 18.00. Þátttakendum verður boðið upp á súpu og kaffi meðan Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, segir frá verkunum sem flutt verða á tónleikunum. Aðgangur er öllum heimill og aðgangseyrir er aðeins 1.200 kr. fyrir fyrirlestur og súpu.