4. febrúar 2008
Bítlatónleikar ekki á okkar vegum
Af gefnu tilefni vill hljómsveitin koma því á framfæri að fyrirhugaðir tónleikar þar sem flutt verður tónlist af bítlaplötunni Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band eru ekki á vegum eða ábyrgð Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Misvísandi upplýsingar hafa komið fram um þetta efni í fjölmiðlakynningu á tónleikunum, en það er hér með áréttað að þeir tengjast hljómsveitinni ekki á nokkurn hátt. Þar af leiðandi er miðasala á viðburðinn að sjálfsögðu ekki á vegum hljómsveitarinnar.