28. mars 2008
        
      
      
      
     
    
  
    Súpukvöld og fyrirlestur
    
  
  
  
    
    
    Áhugafólk um klassíska tónlist hefur mikið að hlakka til næstu daga. Fyrir utan spennandi tónleika fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld verður mikill og skemmtilegur fróðleikur á boðstólum.     Súpufundur  Tónleikakynningar Vinafélags SÍ eru skemmtileg viðbót við tónleikaupplifuninna. Ein slík verður á boðstólum á undan tónleikunum annað kvöld (fimmtudagskvöld) Þar mun Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri hljómsveitarinnar, segja frá verkum kvöldsins, með sérstaka áherslu á Don Kíkóta eftir Strauss, meðan gestir gæða sér á súpu. Kynningin verður í Sunnusal Hótel Sögu, hefst kl. 18 og kostar 1.200 kr. Allir velkomnir.    Fyrirlestur  Hinn einstaki gestur hljómsveitarinnnar, píanóleikarinn Robert Levine, mun síðan halda fyrirlestur í hádeginu á föstudag, nánar tiltekið kl. 12.30, í Sölvhóli, húsakynnum Listaháskólans við Sölvhólsgötu.