7. apríl 2008
        
      
      
      
     
    
  
    Söngfuglar hvíta tjaldsins
    
  
  
  
    
    
    Bandaríska söngleikjadívan Kim Criswell veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að túlkun tónlistar frá gullöld söngvamyndanna frá Hollywood. Átrúnaðargoðin hennar hafa frá barnæsku verið söngkonur á borð við Julie Andrews og Judy Garland og á grænu tónleikunum 17. apríl hljómar þessi dýrðlegu lög og andi Marilyn Monroe og Doris Day, auk hinna fyrrnefndu sönggyðja, svífur yfir vötnum.   Kim Criswell hefur átt glæstan feril sem leik- og söngkona í söngleikjum í New York og London, hefur komið fram með mörgum frægustu hljómsveitum heims og gert ótal hljóðritanir. Hér vottar hún átrúnaðargoðum sínum virðingu sína í frábæru prógrammi.  Þetta eru tónleikar sem enginn unnandi sígrænna söngleikja eða kvikmynda má missa af.  Hér getur þú lesið efnisskrá tónleikanna.  Tryggðu þér miða hér!