EN

27. maí 2008

Lady and Bird

Næstsíðustu tónleikar starfsársins verða harla óvenjulegir. Fimmtudagskvöldið 5. júní nk. stíga á stokk þau Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel og flytja tónlist sína í splunkunýjum hljómsveitarbúning Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Um er að ræða lög sem þau hafa unnið í sameiningu undir merkjum Lady and Bird, en einnig verða á efnisskránni lög úr smiðju hvors um sig. Barða þarf auðvitað lítið að kynna fyrir tónlistaráhugamönnum, enda einn fjölhæfasti og snjallasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hljómsveit hans, Bang Gang er nýbúin að senda frá sér plötuna Ghosts from the past og verða log af henni á efnisskrá tónleikanna auk verka Lady And Bird og Keren Ann. Keren Ann Zeidel er af ísraelskum, rússneskum og indónesískum uppruna, en hefur aðsetur í Frakklandi og nýtur mikilla vinsælda þar og víðar um lönd. hún hefur gefið út fimm hljóðversplötur sem allar hafa fengið frábærar viðtökur. Keren Ann hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir tónlist sína. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík og njóta stuðnings franska sendiráðsins. Smelltu hér til að tryggja þér miða.