Sumarlokun
Starfsárinu 2007-2008 lauk með glæsilegum lúðraþyt föstudaginn 20. júní sl., á tónleikum með tónlist Richard Strauss. Hljómsveitin er því komin í sumarfrí og skrifstofan verður lokuð til 5. ágúst. Ársbæklingur næsta starfsárs er í vinnslu og verður sendur áskrifendum og öðrum áhugasömum í ágústbyrjun. Um leið hefst endurnýjun áskriftarkorta, en sala nýrra áskriftarkorta og stakra miða fer síðan í gang um mánaðarmótin ágúst-september.- Eldri frétt
- Næsta frétt