EN

14. ágúst 2008

Almenn sala hafin

Nú er hafin almenn sala á alla tónleika starfsársins. Hægt er að tryggja sér miða hér á síðunni með því að smella á flipann "Miðasala" efst til hægri. Þá er einnig hafin sala Regnbogaskírteina, en til að tryggja sér þau þarf að hafa samband við miðasölu í síma 545 2500, eða að koma í heimsókn til okkar í Háskólabíó. Forkaupsréttur áskrifenda að tónleikaröðum Sinfóníuhljómsveitarinnar gildir til föstudagsins 5. september. Hægt er að endurnýja áskrift með einföldum og fljótlegum hætti hér á vefnum. Smellið á hnappinn hér til hægri og fylgið leiðbeiningunum. Þeim sem njóta elli- eða örorkuþegaafsláttar er samt bent á að þeir verða að hafa samband við miðasöluna.