EN

19. september 2008

Íslenskir tónar

Eldur og ís er yfirskrift næstu tónleika hljómsveitarinnar. Þar gefur að heyra verk sex íslenskra tónmeistara tuttugustu aldarinnar þar sem fjölbreytni, fegurð og hugmyndaauðgi eru grunntónarnir. Tilefni tónleikanna er fyrirhuguð tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japan, en auk íslenskrar tónlistar verða m.a. annars allar sinfóníur Sibeliusar fluttar í þessari ríflega þriggja vikna löngu ferð. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar leika einleik á tónleikunum. Ari Þór Vilhjálmsson fer með einleikshlutverkið í verðlaunaverki Hafliða Hallgrímssonar, Poemi, og Hallfríður Ólafsdóttir spilar á flautu í undurfögru divertimentói Þorkels Sigurbjörnssonar, Kólumbína. Þá verða á dagskránni Þrjú óhlutræn málverk eftir Jón Leifs, Rún eftir Áskel Másson og ballettinn Eldur eftir Jórunni Viðar. Tónleikunum lýkur á hinu vinsæla Icerapp eftir Atla Heimi Sveinsson. Smelltu hér til að lesa efnisskránna og hér til tryggja þér miða á þessa spennandi tónleika.