EN

25. september 2008

Sönglúðrar Lýðveldisins og Bandarísk brass.

Kristallinn, kammertónleikaröð hljómsveitarinnar, fer af stað með trukki á laugardaginn þegar fimm lúðraþeytarar kveða sér hljóðs undir nafninu Sönglúðrar Lýðveldisins. Þetta eru trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson hornleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og Túbuleikarinn Tim Buzbee. Yfirskrift tónleikanna er Bandarískt Brass og tengjast verkin öll Bandaríkjunum á einn eða annan hátt. Fjölbreytnin er mikil og sýnir vel möguleika þessarar skemmtilegu hljóðfærasamsetningar. Verkin sem verða flutt eru Mini Overture eftir Witold Lutoslawski, Music for Brass Quintett sem Áskell Másson samdi fyrir Sönglúðra Lýðveldisins, stutt og snarpt Scherzo eftir Jon Cheetham, málmblásarakvintett eftir James Grant og Exhibition eftir Fisher Tull. Tónleikunum lýkur síðan á hinu sívinsæla verki Gershwins, Ameríkumaður í París í útsetningu fyrir lúðra. Kristaltónleikarnir verða eins og í fyrra í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, sem þykir með afbrigðum skemmtilegt tónlistarhús. Þeir hefjast að vanda kl. 17. Smelltu hér til að tryggja þér miða.