EN

13. október 2008

Ykkur er boðið á tónleika!

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ákveðið að bjóða íslensku þjóðinni á tónleika næstkomandi föstudagskvöld kl. 19.30 og laugardag kl. 17. Á tónleikunum verða fluttar sinfóníur eftir finnska tónjöfurinn Jean Sibelius. Á fyrri tónleikunum verða fluttar sinfóníur nr. 2 og 4, en á þeim síðari er röðin komin að þeim síðustu þremur, númer 5, 6 og 7. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari. Á erfiðum tímum er fátt betra fyrir andann en góð tónlist. Sinfóníur Sibeliusar þykja einhver merkilegustu tónverk sem samin hafa verið á Norðurlöndum. Það er því Sinfóníuhljómsveitinni mikil ánægja að opna dyr sínar á þennan hátt og bjóða þjóðinni á tónleika endurgjaldslaust. ATH: þeir sem hafa þegar keypt sér miða á umrædda tónleika eru beðnir að hafa samband við miðasölu í síma 545 2500.