EN

23. október 2008

Næstu skref

Eftir að ljóst var að hljómsveitin væri ekki á leið til Japan hefur verið unnið hörðum höndum í herbúðum hljómsveitarinnar að áætlun um hvernig best væri að nýta tímann þessa daga. Nú er áætlun um það í burðarliðnum og verður kynnt hér og víðar á næstu dögum. Fyrir utan tónleika í Háskólabíói er ætlunin að leika á nokkrum nýstárlegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, og halda síðan í tónleikaferð innanlands með spennandi efnisskrá og söngvara og einleikara í alegerum sérflokki. Fylgist með hér...