3. nóvember 2008
Uppselt í Reykjavík - örfá laus á Akureyri
Hvert sæti var setið á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Háskólabíói á laugardaginn (1.11.). Stórsöngvaranum var fagnað innilega og voru tónleikarnir hin besta skemmtun. Nú liggur leið hljómsveitar og tenórs norður á Akureyri, á heimavöll Kristjáns ef svo mætti segja. Þar verða tónleikar annað kvöld (4.11.) í íþróttahúsi Síðuskóla. Netsölu á tónleikana hefur verið lokað. Enn er hægt að tryggja sér miða á tónleikana í verslunum Eymundsson á Akureyri (Hafnarstræti og Glerártorgi). Þá verða síðustu miðarnir seldir við innganginn klukkustund fyrir tónleika. Miðaverð er aðeins 1.000 kr.