13. nóvember 2008
Barokkperlur í Langholtskirkju
Næstu tónleikar hljómsveitarinnar verða á ljúfu nótunum. Fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. nóvember flytur hljómsveitin sig um set og leikur barokktónlist í Langholtskirkju. Fimmtudagstónleikarnir eru í grænu áskriftarröðinni, en tónleikarnir á föstudaginn eru utan raða - báðir hefjast kl. 19.30. Um er að ræða tónlist eftir Bach, Handel, Purcell og Pacelbel. Tónleikarnir eru kjörið tækifæri til að heyra sumar af vinsælustu perlum þessarar tónlistar. Má þar nefna Vatnamúsík Handels, Harmljóð Dídóar efftir Purcell, hinn sívinsæla kanón Pacelbels og Hljómsveitarsvítu nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle. Athugið - frjálst sætaval Rétt er að taka sérstaklega fram að sætaval verður frjálst á tónleikunum. Húsið verður opnað klukkutíma áður en tónleikarnir hefjast, eða kl. 18.30.