EN

18. nóvember 2008

Indjánaslóðir í Þjóðmenningarhúsinu

Næstu kristalstónleikar verða á vegum slagverksdeildar hljómsveitarinnar sem mundar kjuða sína og spilar spennandi tónlist sem sækir innblástur á framandi slóðir. Tvö amerísk tónskáld sem sækja innblástur sinn í tónlist indjána Mið- og Suður-ameríku. Bandaríska tónskáldið Lou Harrison (1917-2003) nýtur mikillar virðingar fyrir óvenjulega tónlist sína, sem er innblásin bæði af tónlist Asíulanda og indjána. Quetzalcoatl (sem þýðir „hin fjaðraða naðra“) var guð sköpunarinnar hjá Aztekum til forna, og varð Harrison yrkisefni í mögnuðum slagverksþætti. Mexíkóska tónskáldið Carlos Chavez notaði einnig Azteka-stef í verkum sínum, svo hér gefst skemmtilegt tækifæri á að heyra suður-ameríska slagverkstóna með indjánaívafi. Tónleikarnir verða á laugardaginn og hefjast klukkan 17. Þáttakendur eru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Frank Aarnink, Kjartan Guðnason, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout.