EN

24. nóvember 2008

Tryggið ykkur miða á Víking

Enn er hægt að tryggja sér miða á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar með hljómsveitinni föstudaginn 5. desember. Þar mun hinn ungi píanómeistari leika píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók. Auk konsertsins eru á efnisskránni tvö verk eftir Beethoven; sinfónía nr. 8 og Leonóru-forleikurinn.