EN

7. desember 2008

Jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna

Jólatónleikar SÍ hafa löngu hlotið fastan sess í jólaundirbúningi yngstu kynslóðarinnar. Laugardaginn 20. desember heldur hljómsveitin tvenna jólatónleika kl. 14 og 17 þar sem fluttur verður sígildur Jólaforleikur Leroys Anderson, kaflar úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskíj, trompetkonsert í flutningi hins unga og efnilega Baldvins Oddssonar. Auk þess mun Skólakór Kársness syngja jólalög og koma öllum í rétta Jólaskapið. Trúðurinn Barbara og vinkona hennar Halldóra Geirharðsdóttir leikkona kynna tónleikana sem tilheyra Tónsprotaröðinni. Jólagjöf sem hljómar vel Gjafabréf Sinfóníuhljómsveitarinnar er tilvalin jólagjöf sem lifnar við í höndum þess sem þiggur. Gafabréfið getur verið gjöf á ákveðna tónleika eða ávísun upp á ákveðna upphæð. Á efnisská hljómsveitarinnar eru fjöldinn allur af skemmtilegum tónleikum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kortið sjálft er fallegt til gjafa og gildistími þess er ekki takmarkaður. Hafðu samband við miðasölu í síma 545 2500, sendu tölvupóst á midasala@sinfonia.is eða komdu í heimsókn í Háskólabíó og gakktu frá málinu á fáeinum mínútum.