EN

21. desember 2008

Dísella heillaði áheyrendur

Fyrstu Vínartónleikarnir fóru fram miðvikdagskvöldið 8.janúar við gífurlegan fögnuð áheyrenda. Dísella Lárusdóttir heillaði hlustendur upp úr skónum með glæsilegum söng og hljómsveitin fór á kostum undir skörulegri stjórn Markusar Poschner. Að lokinni prentaðri efnisskrá þurfti að taka þrjú aukalög enda voru undirtektir funheitar og taktfast klapp ómaði um salinn. Fyrst söng Dísella tvö lög eftir George Gershwin, en að endingu lék hljómsveitin Radetzky-marsinn eftir Johann Strauss og fékk Poschner salinn til að taka þátt í flutningnum með góðum árangri. Fernir Vínartónleikar eru haldnir að þessu sinni, 7.-10. janúar. Húsið opnar klukkutíma fyrir tónleika og verður leikin lifandi tónlist í anddyri.