EN

23. janúar 2009

Tékkneskir töfrar 29.janúar

Níunda sinfónía Antoníns Dvoráks, Úr nýja heiminum, hefur notið feykilegra vinsælda allt frá því hún heyrðist fyrst. Á tónleikum SÍ 29. janúar gefst tækifæri á að heyra þetta undurfagra verk í flutningi tékkneska stjórnandans Tomasar Hanus. Auk þess hljóma tvö önnur tékknesk verk á efnisskránni: Fiðlukonsert eftir Bohuslav Martinu, sem verður frumfluttur á Íslandi í flutningi Helgu Þóru Björgvinsdóttur. Helga Þóra hefur stundað fiðlunám í Berlín og París undanfarin ár og þykir einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands af yngri kynslóðinni. Þeir sem hafa gaman af að heyra gamalkunn meistaraverk og kynnast nýjum mega ekki láta sig vanta á þessa tónleika. Thomas Hanus þykir einn eftirtektarverðasti ungi stjórnandi Tékklands og hefur fengið glimrandi dóma víða um heim undanfarin ár. Hann vann alþjóðlegu stjórnandakeppnina í Katowice 1999 og hefur vakið mikla athygli sem óperustjórnandi, m.a. með Parísaróperunni og New York City Opera. Hann debúteraði með BBChljómsveitinni í London í mars sl. við frábærar viðtökur og stjórnaði á Mostly Mozarthátíðinni í New York sumarið 2007. Kaupa miða :: Efnisskrá