3. febrúar 2009
Frímiðar fyrir atvinnulausa
Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur vel í þá hugmynd Páls Baldvins Baldvinssonar, ritstjóra Menningar Fréttablaðsins, að atvinnulausum verði boðið á tónleika sveitarinnar. Þetta rímar vel við hugmyndir S.Í. um hlutverk listar og menningar við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu. Okkur finnst það vera hlutverk Sinfóníuhljómsveitarinnar að spila þjóðinni anda í brjóst. Nú er unnið að útfærslu á framkvæmd verkefnisins, m.a. með vinnumálastofnun. Nánari útfærsla og framkvæmd verður kynnt á allra næstu dögum hér á vef Sinfóníunnar.