EN

16. febrúar 2009

Litli tónsprotinn! tilboð

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að bæta við Maxímús-tónleikum laugardaginn 9. maí. Af því tilefni höfum við sett saman tilboð á tvenna fjölskyldutónleika SÍ þar sem ævintýraheimurinn er áberandi. Þyrnirós 18. apríl Balletinn Þyrnirós eftir Tsjajkovskíj er fallegt ævintýri þar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands koma og dansa fyrir okkur. Halldór Gylfason er sögumaður og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinsson. Maxímús Músíkús 9. maí Nú gefst aðdáendum Maxímús Músíkús tækifæri að koma á tónleika Sinfóníunnar og Maxímús. Reyndar er „tónleikar“ ekki endilega réttnefni, því þetta er sögustund og ævintýri þar sem tónlistin leikur stórt hlutverk. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson og sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari. Við bjóðum miða á þessa tvenna tónleika á þá alla aðeins 2.400 kr. Sendið póst á sinfonia@sinfonia.is eða hringið í miðasöluna í síma 545 2500 og gangið frá málinu.