EN

20. febrúar 2009

Elfa Rún og Bringuier 12. mars

Elfa Rún hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga þar sem fyrstu verðlaunin í Bach-keppninni í Leipzig ber auðvitað hæst. Á tónleikunum flytur hún fiðlukonsert nr. 2 eftir Prokofieff, sem er einn lagrænasti og vinsælasti fiðlukonsert 20. aldarinnar. Hljómsveitarstjóri er hinn bráðungi og efnilegi Lionel Bringuier, aðstoðarstjórnandi Esa-Pekka Salonen í Los Angeles. Hann mun stjórna verkinu Helix eftir lærimeistara sinn, og 4. sinfóníu Beethovens að auki. Þeir sem vilja fylgjast með ungum og upprennandi stjörnum tónlistarheimsins í sínu besta formi mega ekki láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Vinafélagið verður með kynningu fyrir tónleikana á veitingastofunni í Tæknigarði HÍ. Súpa og spjall - Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, mun fjall um verk kvöldsins. Allir velkomnir. Kaupa miða