EN

13. mars 2009

Atli Heimir - Afmælistónleikar 19. mars

Í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar í september 2008 efnir Sinfóníuhjómsveit Íslands til afmælistónleika sem helgaðir eru tónlist hans. Atli Heimir hefur verið eitt virtasta og afkastamesta tónskáld Íslands svo áratugum skiptir. Á tónleikunum hljóma tvö af hans merkustu hljómsveitarverkum frá fyrri tíð, Flautukonsert og Hreinn: Gallerí SÚM. Auk þess verður frumflutt glæný og spennandi sinfónía, eftir þennan fjölhæfa listamann, sú sjötta í röðinni. Melkorka Ólafsdóttir, einn okkar efnilegasti flautuleikari af yngri kynslóðinni, mum leika einleik í Flautukonsertinum. Konsertinn er frá árinu 1975 og er eitt frægasta verk Atla Heimis, en hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið eftir og hefur konsertinn verið fluttur víða um heim. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann kemur til landsins til að stjórna tónleikunum. Kaupa miða