EN

20. mars 2009

New York - Paris - New York 26. mars

Broadway-sveifla, mambó, djass og götuhljóð Parísarborgar verða í forgrunni á spennandi tónleikum fimmtudags- kvöldið 26. mars nk. Margir vilja meina að West Side Story eftir Leonard Bernstein sé einn besti söngleikur allra tíma, og mögnuð hljómsveitarsvítan gefur sinfóníuhljómsveit færi á að sýna allar sínar bestu hliðar. George Gershwin sýndi svo ekki varð um villst að klassík og djass áttu samleið, og á tónleikunum verða leikin tvö vinsæl verk eftir hann, Ameríkumaður í París og Píanókonsert í F-dúr. Einnig verður fluttur ballettinn Sköpun heimsins, sem Darius Milhaud samdi eftir heimsókn í djassbúllur í Harlem árið 1923. Hljómsveitarstjóri verður hinn bráðefnilegi Benjamin Shwartz, sem er aðstoðarstjórnandi í San Francisco og hefur verið kallaður „Bernstein 21. aldarinnar.“ Einleikari á píanó verður Karin Lechner, argentínskur píanósnillingur sem hefur vakið mikla eftirtekt undanfarin ár. Kaupa miða | Efnisskrá