23. mars 2009
New York - New York -Heyrðu mig nú! 27.03
Tónleikar fyrir ungt fólk, næsta föstudag kl. 21.00 Heyrðu mig nú! eru klukkutíma langir föstudagstónleikar hjá Sinfóníunni. Tónlistin verður kynnt fyrir áheyrendum með tóndæmum og léttu spalli fyrir tónleika, og síðan er talið í. Á dagskrá er Píanókonsert í F eftir Gerorge Gershwin og Sinfónískir dansar eftir Leonard Bernstein. Tveir bráðefnilegir snillingar eru í sviðsljósinu á þessum tónleikum. Hljómsveitarstjóri er Benjamin Shwartz aðstoðarhjómsveitarstjóri San-Frasisco-sinfóníunar. Þótt hann sé aðeins 29 ára gamall eru allir sem hafa séð hann sammála um að hér sé eitt af stóru nöfnum framtíðarinna. Einleikari á píanó er hin unga argentíska Karin Lechner. Að tónleikunum loknum er partý í addyri Háskólabíós þar sem þú getur spurt hljómsveitarstjóra og hljómsveitarmeðlimi -Hvað var nú þetta? Kaupa miða