30. mars 2009
Sköpunin - páskatónleikar 2. april
Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða með glæsilegasta móti. Flutt verður Sköpunin eftir Haydn sem margir telja vera hans meginverk. Hinn heimsþekkti Paul McCreesh stjórnar hljómsveitinni. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sem sérhæfa sig í tónlist endurreisnar, barokks og klassíkur og hljóðritun hans á þessu verki hlaut hin virtu Gamophone-verðlaun á síðasta ári. Einsöngvarar eru breski tenórinn James Gilchrist sem kemur til landsins beint úr tónleikaferð þar sem hann syngur einmitt Sköpunina, þýski barítóninn Stephan Loges og sópransöngkonan Rebecca Bottone. Einnig taka tveir kórar þátt í flutningunm; Kór Áskirkju og Hljómeyki. Flutningur á verkinu tekur um eina og hálfa klukkustund og ekki verður gert hlé á tónleikunum. Kaupa miða | Efnisskrá