1. apríl 2009
Maxímús Músíkús vinnur verðlaun!
Maxímús músíkús eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórararinn Má Baldursson vann Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka nú á dögunum. Í umsögn dómnefndar segir að Maxímús músíkús sameini það allt að vera heillandi, fræðandi og fallegt verk, ekki aðeins sem bók heldur fylgir geisladiskur með sem tekur lesandann með sér í aðra vídd. Verkið er skemmtileg og hlýleg saga, með léttum og leikandi myndskreytingum ásamt fallegum og vel unnum geisladiski. Maximús Músíkús opnar ungum lesendum dyr inn í heillandi ævintýraheim tónlistarinnar. Verkið var unnið í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Höfundarnir eru hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveitinni sem flytur tónlistina á diskinum. Þegar bókin kom út hélt Sinfóníuhljómsveitin Maxímús-tónleika fyrir fullu húsi og nú hefur verið ákveðið að endurtaka þá vegna vinsælda Maxa hjá yngstu kynslóðinni. Tónleikarinir verða laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Kaupa miða