8. apríl 2009
Þyrnirós laugardaginn 18. apríl
Næstu Tónsprotatónleikar eru ballettinn Þyrnirós eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Þetta er ótrúlega fallegt ævintýri og dansarar úr Listdansskóla Íslands koma og dansa á sviðinu með Sinfóníuhljómsveitinni. Halldór Gylfason leikari segir söguna á sinn einstaka hátt en hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir eru á laugardaginn 18. apríl og hefjast kl.14.00. Húsið opnar hálftíma fyrr en þá munu krakkar úr Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness spila undir stjórn Kára Húnfjörðs Einarssonar í anddyri Háskólabíós. Það fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa frábæru fjölskyldutónleika Kaupa miða