27. apríl 2009
Natalia Gutman kemur til rússneskrar veislu 30. april
Nú efnum við til rússneskrar veislu í annað sinn í april þar sem flutt verður sinfónía eftir Tsjajkovskíj og konsert eftir Sjostakovitsj. Natalia Gutman flytur fyrsta sellókonsert Sjostakovitsj. Hún er lifandi goðsögn meðal aðdáenda sellóleiks um víða veröld. Hún var eftirlætisnemandi Rostropovitsj í Moskvu, vann brons í Tsjakovskíj-keppninni 1964 og sigraði í Dovrák- keppninni tveimur áum síðar. Tilfinningaþrunginn leikur Gutman er óviðjafnanlegur og hún er nú einn fremsti fulltrúi “rússneska skólans” í sellóleik. Ekki missa af frábæru tækifæri til að heyra rússneska tónlist túlkaða af mögnuðum listamönnum á heimsmælikvarða. Kaupa miða | Efnisskrá