EN

2. maí 2009

Maxímús heimsækir hjómsveitina laugardaginn 9. maí kl. 14

Nú geta þeir fjölmörgu sem misstu af frábærum flutningi á ævintýrum Maxímús Músíkús á síðasta ári tekið gleði sína, því þann 9. maí n.k. gefst annað tækifæri. Tónleikarnir vöktu mikil og góð viðbrögð áheyrenda, allt niður í tveggja ára aldur og upp úr. “Við viljum meira svona!” skrifaði Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og verður honum og öðrum tónlistarunnendum nú að ósk sinni. Músin Maxímús er í bæjarferð. Hann villist inn í tónlistarhúsið og þar er nú ýmislegt skemmtilegt og skringilegt að gerast, bæði á hljómsveitaræfingu og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Músin sér hjómsveitina hita sig upp og æfa Bóleró eftir Ravel og örlagastef Beethovens. Einnig heyrum við Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara eftir Copland og vinsælasta aukalag hjómsveitarinnar, Á sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson og sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari. Það eru tveir hljóðfæraleikarar hjómsveitarinnar, þau Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson, víóluleikari sem hafa skapað hann Maxa mús og ævintýri hans. Bókin og geisladiskurinn hafa nú hlotið mikla viðurkenningu og fjölda verðlauna. Hægt er að sækja lagið hans Maxa, myndir til að lita og fleira hér. Kaupa miða