2. maí 2009
Palestínskur píanósnillingur 7. maí
Palestínski píanistinn Saleem Abboud Ashkar lærði í heimabæ sínum Nasaret og síðar í Lundúnum. Þessi ungi tónlistarmaður er tvímælalaust ein af stjörnum framtíðarinnar, þenkjandi og djúphygginn listamaður sem hefur margt að tjá með tónlistarflutningi sínum. Saleem Abboud Ashkar er einn þeirra tónlistarmanna sem hafa sprottið upp úr brautryðjendastarfi Daniels Barenboim í Palestínu og Ísrael sem m.a. hefur leitt af sér æskulýðshljómsveit sem hefur vakið heimsathygli. Hann lærði við Konunglegu tónlistarakademíuna í London og Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi. Hann debúteraði í Carnegie Hall 22ja ára gamall og hefur síðan komið fram með þekktum hljómsveitarstjórum, m.a. Barenboim , Zubin Mehta , Riccardo Muti og Bertrand de Billy . Stjórnandi á tónleikunum er Frakkinn Ludovic Morlot. Allir virðast á einu máli um að sé þess virði að leggja nafn hans á minnið. Hann sló í gegn í fyrra bæði hjá New York-fílharmóníunni og Chicago-sinfóníunni, var um árabil aðstoðarstjórnandi Boston-sinfóníunnar. Á efnisskána hefur Morlot valið tvö af öndvegisverkum franskrar tónlistar á 20. öld, ásamt hinum sívinsæla Keisarakonserti Beethovens, Píanókonsert nr. 5. Kaupa miða Vinafélagið heldur kynningu á undan tóleikunum á Kaffitorginu í Neskirkju þar sem Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ kynnir verkin. Allir eru velkomnir í súpu og spjall kl. 18.00