10. maí 2009
Rakmaninoff með Olgu Kern 14. maí
Píanókonsertinn nr. 2 eftir Sergei Rakmaninoff er einn frægasti píanókonsert allra tíma, og stefið úr hæga þættinum þekkja margir í öðrum búningi, sem lagið All by myself sem Celine Dion og fleiri hafa spreytt sig á gegnum tíðina. Það er ávallt stórviðburður þegar þessi píanókonsert heyrist á tónleikum á Íslandi, ekki síst þegar einn frægasti píanóleikari Rússlands, Olga Kern, er væntanleg til að fara með einleikshlutverkið. Olga varð fyrst kvenna til að bera sigur úr býtum í hinni víðfrægu Van Cliburn-píanókeppni í Bandaríkjunum og er almennt talin einn mesti píanósnillingur dagsins í dag. Það eru fá laus sæti, svo þeir sem ekki vilja missa af þessum frábæru tónleikum ættu að hafa hraðar hendur! Kaupa miða | Efnisskrá