11. maí 2009
Vinnur áskrift á Tónasprotann fyrir alla fjölskylduna
Maxímús Músíkús tónleikarnir siðast liðinn laugardag voru mjög vel heppnaðir og ekki betur að sjá en að ungir sem aldnir hafi skemmt sér konungleg. Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem tóku þátt í netfangaleiknum okkar og sú heppna er Ída Atladóttir. Hún hefur unnið áskrift fyrir alla fjölskylduna á fjölskyldutónleikaröð Sinfóníunar á næsta starfsári. Tónsprotinn verður með sérlega glæsilegu sniði á næsta starfsári. Í röðinni verða fernir tónleikar þar sem tónlistin og ævintýraheimar spila saman.