EN

12. maí 2009

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Í september verður haldið hjómsveitarnámskeið á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir lengra komna tónlistarnema. Námskeiðið verður haldið 12. - 26. september og lýkur með tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 26. september. Stjórnandi á námskeiðinu er Rumon Gamba aðalhljómsveitarstjóri SÍ en jafnframt munu leiðarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands stýra raddæfingum. Námskeiðið er nemendum að kostnaðarlausu. Með því vill Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnast ungum tónlistariðkendum og veita þeim tækifæri til að spila í stórri nemendahljómsveit með aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig gefst nemendurm tækifæri á að kynnast landsliðinu í hljómsveitarleik og starfsumhverfi einu atvinnuhljómsveitar á Íslandi Umsóknarfrestur til 1. júní. Prufuspilað verður um leiðandi stöður í hljómsveitinni og munu prufuspilin fara fram 1.-10. september. Sækja um