EN

17. maí 2009

Guðrún Jóhanna syngur 22. maí

Ítölsk stemning er í fyrirrúmi á Sinfóníutónleikunum föstudagskvöldið 22. maí. Fjöldi tónskálda hefur leitað innblásturs í fagurri og sólríkri náttúru Ítalíu, m.a. Respighi sem lýsti Gosbrunnum Rómaborgar í stórfenglegu hljómsveitarverki, og Edward Elgar sem samdi In the South í vetrarleyfi á suður-Ítalíu. Auk þess verða flutt tvö mögnuð söngverk sem tengjast fornum rómverskum sögnum. Teseus átti tvær ástkonur, Aríönnu og Phaedru. Hina fyrri skildi hann eftir á eyðieyju, en sú síðari varð ástfangin af syni Teseusar og byrlaði sér eitur í örvæntingu sinni. Kantöturnar Arianna a Naxos eftir Haydn og Phaedra eftir Britten eru mögnuð tónverk og engin betri til að túlka þau en Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sem hefur hlotið verðskuldað lof fyrir dramatískan og innblásinn söng sinn. Stjórnandi er Rumon Gamba og eru þetta síðustu tónleikarnir sem hann stjórnar á þessu starfsári. Kaupa miða | Efnisskrá