29. maí 2009
Ráðhústónleikar í hádeginu 4. og 5. júní
Næstkomandi fimmtudag og föstudag fer Sinfóníuhjómsveitin í bæjarferð og heldur hádegistónleika í Ráðhúsinu við tjörnina. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 báða dagana og eru um 40 mínótna langir. Við hvetjum sem flesta til að koma og næra sig á fallegri tónlist í hádeginu. Daníel Bjarnason heldur um sprotann en hann er einn okkar efnilegasti hljómsveitarstjóri. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fimmtudagur 4. júní kl. 12 Mozart: Sinfónía nr. 29 í A-dúr Stravinsky: Dumbarton Oaks Föstudagur 5. júní kl. 12. Puccini: Chrisantemi Richard Strauss: Sextett úr óperunni Capriccio Wagner: Siegfried Idyll