5. júní 2009
Söngbók Gunna Þórðar 26. júní
Helstu söngperlur Gunnars Þórðarsonar hafa verið útsettar fyrir Sinfóníu- hljómsveitina og söngvara. Sjö af okkar bestu og mögnuðustu söngvurum hafa gengið til liðs við okkur og munu flytja lögin hans Gunnars sem við þekkjum öll og hafa öðlast sérstakan sess í hugum og hjörtum Íslendinga. Nefna má lög eins og Þitt fyrsta bros, Minning þín, Ljúfa langa sumar, Þú og ég, Bláu augun þín, Gaggó vest o. fl. lög. Söngvarar: Páll Óskar Dísella KK Raggi Bjarna Margrét Eir Páll Rósinkranz Svavar Knútur Þegar slíkt úrvalslið kemur saman er óhætt að lofa kröftugum og tilfinningaþrungnum tónleikum. Tónleikarnir eru í Háskólabíói föstudaginn 26. júní kl. 19.30 Tónleikarnir eru í samvinnu við Rás 2 Kaupa miða | Efnisskrá