EN

15. júní 2009

Endurnýjaðu hér á vefnum

Við höfum hafið endurnýjun áskrifta og sölu nýrra áskriftarkorta. Dagskráin verður fjölbreytt á næsta starfsári og óhætt er að segja það þar sé að finna mörg spennandi verk. Þetta er sextugasta starfsár Sinfóníunnar og mun sannkallað einvalalið koma fram með hjómsveitinni. Þeir sem vilja endurnýja áskrift sína óbreytta gera gert það hér á vefsíðu okkar en þar er á einfaldan og öruggan hátt hægt að ganga frá endurnýjun og greiða með greiðslukorti. Áskrifendur okkar hafa forkaupsrétt á sætum sínum til 20. ágúst. Skrifstofan opnar eftir sumarfrí 10.ágúst og þá er hægt að ganga frá endurnýjum og kaupa ný áskriftarkort. Verðið á áskriftarröðum hefur ekki hækkað á milli ára og við bjóðum upp á léttgreiðslur til allt að fjögurra mánaða. Hægt er að kynna sér efnisská næsta starfsárs og áskriftaraðir með því að smella á linkinn: Efnisskrá 2009 - 2010