Ashkenazy hlýtur Grammy-verðlaun

Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóri og Evgeny Kissin fengu Grammy-verðlaun í gærkvöldi fyrir bestu frammistöðu einleikara og hljómsveitar. Verðlaunin fengu þeir fyrir flutning á píanókonsertum Sergei Prokofievs nr. 2 og nr. 3. Ashkenazy hefur áður fengið sex Grammy-verðlaun fyrir píanóleik og hljómsveitarstjórn. Kissiner sem er 38 ára, fæddist í Rússlandi en býr nú í Bretlandi. Hann hlaut áður Grammy-verðlaun árið 2006. Ashkenazy stjórnaði Fílharmoníuhljómsveit Lundúna sem lék undir hjá Kissin í píanókonsertunum. Við óskum Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhjómsveitar Íslands, til hamingju með verðlaunin.
- Eldri frétt
- Næsta frétt